Samið um allt nema laun

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjór­tán aðild­ar­fé­lög Banda­lags há­skóla­manna, BHM og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, SA, und­ir­rituðu í dag ótíma­bund­inn kjara­samn­ing sín á milli. Samn­ing­ur­inn bygg­ir á fyrri kjara­samn­ingi þess­ara aðila, frá ár­inu 2011, en er sér­stak­ur að því leyt­inu til að ekki er þar samið um laun.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá BHM. Fram kem­ur að launa­kjör séu ákvörðuð í ráðning­ar­samn­ingi milli vinnu­veit­andi og viðkom­andi há­skóla­manns. Starfsmaður geti ár­lega óskað eft­ir launaviðtali við sinn yf­ir­mann en sér­setak­ur „skýr­ingarrammi“ var sett­ur í samn­ing­inn um þessi viðtöl.

Á meðal þess sem nýi kjara­samn­ing­ur­inn fel­ur í sér er að staðfest hef­ur verið að vinnu­veit­andi skuli greiða aukið fram­lag í líf­eyr­is­sjóði (það er nú 10% en verður 11,5% næsta sum­ar) og að vinnu­veit­anda er skylt að greiða fram­lag í Starfs­mennt­un­ar­sjóð BHM. Þá eru í samn­ing­inn heim­ild­ar­á­kvæði um að val­kvætt sé að vinnu­veit­end­ur greiði í Vís­inda­sjóð viðkom­andi stétt­ar­fé­lags og í Starfsþró­un­ar­set­ur há­skóla­manna.

Í samn­ingn­um er að finna nýtt ákvæði um staðgengla, um upp­sagn­ar­frest á reynslu­tíma, breyt­ing­ar á vakta­vinnukafla, veik­indakafla og fræðslu­mál­um, svo eitt­hvað sé nefnt. „Þá var lögð áhersla á mik­il­vægi þess að vinnu­veit­andi og starfsmaður geri með sér skrif­leg­an ráðning­ar­samn­ing í upp­hafi ráðning­ar.“

Aðild­ar­fé­lög­in fjór­tán eru: Dýra­lækna­fé­lag Íslands, Fé­lag ís­lenskra fé­lags­vís­inda­manna, Fé­lag ís­lenskra nátt­úru­fræðinga, Fé­lag líf­einda­fræðinga, Fé­lag sjúkraþjálf­ara, Fé­lags­ráðgjafa­fé­lag Íslands, Fræðagarður, Iðjuþjálf­a­fé­lag Íslands, Kjara­fé­lag viðskipta­fræðinga og hag­fræðinga, Ljós­mæðrafé­lag Íslands, Sál­fræðinga­fé­lag Íslands, Stétt­ar­fé­lag bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræðinga, Stétt­ar­fé­lag lög­fræðinga og Þroskaþjálf­a­fé­lag Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert