Siðferðislega er ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Hún óttast að komandi kosningar skili þjóðinni engu nýju nema tekin sé umræða um siðferðismál.
„Trú er traust, sem verður ekki endurheimt nema við berum virðingu hvert fyrir öðru og fyrir okkur sjálfum,“ segir biskup í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.