Víkingaveröld í Mosfellsdal

Teikning af fyrirhuguðum víkingaaldarbæ í Langahrygg
Teikning af fyrirhuguðum víkingaaldarbæ í Langahrygg Teikning/Verkfræði- og arkitektastofan Stöð, Sauðárkróki

Nýtt deili­skipu­lag fyr­ir Langa­hrygg í Mos­fells­dal er í kynn­ingu þessa dag­ana. „Hug­mynd­in geng­ur út á að reisa einskon­ar „vík­inga­ver­öld“ sem gæfi inn­sýn í það um­hverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldis­öld (11. og 12. öld),“ seg­ir á heimasíðu Mos­fells­bæj­ar.

Gert er ráð fyr­ir að á svæðinu sem er 12 hekt­ar­ar rísi m.a. þjóðveld­is­bær, smiðja, staf­kirkja, fjós og þing­búðir og ým­is­kon­ar önn­ur mann­virki, öll í forn­um stíl, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Málið hef­ur verið í und­ir­bún­ingi í nokk­ur ár, en taf­ist m.a. vegna þess að finna þurfti hent­ugra svæði nokkru vest­ar vegna vatns­vernd­ar­sjón­ar­miða. Mark­miðið er að end­ur­skapa horf­inn menn­ing­ar­heim vík­inga­ald­ar og gefa ferðamönn­um tæki­færi til að ferðast þúsund ár aft­ur í tím­ann, „þegar hetj­ur riðu héruð,“ ein­sog það er orðað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert