Víkingaveröld í Mosfellsdal

Teikning af fyrirhuguðum víkingaaldarbæ í Langahrygg
Teikning af fyrirhuguðum víkingaaldarbæ í Langahrygg Teikning/Verkfræði- og arkitektastofan Stöð, Sauðárkróki

Nýtt deiliskipulag fyrir Langahrygg í Mosfellsdal er í kynningu þessa dagana. „Hugmyndin gengur út á að reisa einskonar „víkingaveröld“ sem gæfi innsýn í það umhverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldisöld (11. og 12. öld),“ segir á heimasíðu Mosfellsbæjar.

Gert er ráð fyrir að á svæðinu sem er 12 hektarar rísi m.a. þjóðveldisbær, smiðja, stafkirkja, fjós og þingbúðir og ýmiskonar önnur mannvirki, öll í fornum stíl, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Málið hefur verið í undirbúningi í nokkur ár, en tafist m.a. vegna þess að finna þurfti hentugra svæði nokkru vestar vegna vatnsverndarsjónarmiða. Markmiðið er að endurskapa horfinn menningarheim víkingaaldar og gefa ferðamönnum tækifæri til að ferðast þúsund ár aftur í tímann, „þegar hetjur riðu héruð,“ einsog það er orðað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka