Ber ábyrgð á rekstri sjúkrahótels

Landspítalinn við Hringbraut
Landspítalinn við Hringbraut mbl.is/Ómar Óskarsson

Land­spít­ala hef­ur verið fal­in ábyrgð á rekstri nýs 70 rýma sjúkra­hót­els á lóð spít­al­ans við Hring­braut, sam­kvæmt ákvörðun heil­brigðisráðherra.

Ábyrgð Land­spít­al­ans á rekstri sjúkra­hót­els grund­vall­ast á 20. grein laga um heil­brigðisþjón­ustu sem heim­il­ar að kveða megi nán­ar á um þjón­ustu spít­al­ans með sér­stakri reglu­gerð.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands.

Gert er ráð fyr­ir að Land­spít­ali bjóði út rekst­ur sjúkra­hót­els­ins í sam­vinnu við Rík­is­kaup sam­kvæmt lög­um um op­in­ber inn­kaup. Það er gert til að að tryggja að rekstr­araðili verði með reynslu af hót­el- og veit­ing­a­rekstri.

Helstu mark­miðin sem stefnt er að með rekstri sjúkra­hót­els eru að út­vega gist­ingu fyr­ir fólk af lands­byggðinni sem þarf á heil­brigðisþjón­ustu að halda sem ekki er veitt í heima­byggð þeirra, styðja við bata­ferli sjúk­linga í kjöl­far meðferðar og bjóða aðstand­end­um sjúk­linga gist­ingu eft­ir því sem þörf kref­ur.

Miðað er við að þeir sem dvelja á sjúkra­hót­el­inu séu sjálf­bjarga við at­hafn­ir dag­legs lífs. Starf­sem­in mun því fyrst og fremst fel­ast í hót­elþjón­ustu. Dval­ar­gest­ir eru því inn­ritaðir á hót­el­inu en ekki á sjúkra­húsi, en ná­lægð við Land­spít­ala trygg­ir ör­yggi dval­ar­gesta. Gest­ir munu greiða fyr­ir dvöl­ina sam­kvæmt gild­andi regl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka