Hrakti til landsins eftir suðaustanstorm

Fjöldi flækingsfugla barst til landsins í kjölfar suðaustanstorms á fimmtudaginn var. Þeirra á meðal voru tvær tegundir sem aldrei hafa sést hér áður.

Annars vegar bláskotta en tvær slíkar sáust á Höfn í Hornafirði og hlíðasöngvari sem sást í Vík í Lóni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tegundir flækingsfugla hvers dags eru taldar upp á síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands (fuglar.is). Á sunnudaginn var voru hér auk bláskottu og hlíðasöngvara t.d. tegundirnar glóbrystingur, hnoðrasöngvari, bókfinka, mistilþröstur, söngþröstur, gransöngvari, fjallafinka, mánaþröstur, seftittlingur, gráþröstur, gráhegri, kjarnbítur, turnfálki, netlusöngvari, gulerla, blábrystingur og dvergtittlingur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert