Tíu virk glæpasamtök starfandi hér

AFP

Brot­um tengd­um skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, svo sem fíkni­efna­brot­um, man­sali og vændi, hef­ur fjölgað hér og vitað er um að minnsta kosti tíu hópa sem eru virk­ir í skipu­lagðri brot­a­starf­semi hér á landi og talið er að hóp­um sem lög­regla kann ekki nægi­lega góð deili á hafi fjölgað nokkuð und­an­far­in ár. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Af­brota­töl­fræði lög­reglu gef­ur ein og sér ekki nægi­lega glögga mynd af þeim brota­flokk­um sem tengj­ast iðulega skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, s.s. fíkni­efna­brot­um, man­sali og vændi. Rann­sókn­ir inn­an þeirra brota­flokka byggj­ast að veru­legu leyti á frum­kvæðis­vinnu lög­reglu sem aft­ur hef­ur áhrif á þær töl­fræðilegu upp­lýs­ing­ar sem til­tæk­ar eru.

Oft tengt lög­legri starf­semi

„Skipu­lögð brot­a­starf­semi teng­ist auk þess í aukn­um mæli lög­legri starf­semi og brot­a­starf­sem­in dul­in með þeim hætti. Skipu­lögð brot­a­starf­semi er iðulega samof­in lög­leg­um rekstri fyr­ir­tækja og mik­il­vægt er að rann­saka skatta­hluta brot­a­starf­sem­inn­ar þar sem brota­mönn­um get­ur reynst erfitt að gera grein fyr­ir hagnaði, tekj­um eða eign­um sem aflað er með ólög­mæt­um hætti. Upp­taka ólög­legs ávinn­ings er úrræði sem marg­ir inn­an lög­reglu telja vannýtt.

Utan höfuðborg­ar­svæðis­ins eru sam­fé­lög al­mennt lít­il og þéttof­in þar sem per­sónu­leg tengsl eru mik­il og þekk­ing á hög­um annarra íbúa al­menn. Á hinn bóg­inn kunna ein­stak­ling­ar í smærri sam­fé­lög­um að tengj­ast stærri hóp­um og jafn­vel hóp­um sem tengj­ast alþjóðlegri glæp­a­starf­semi. Slík til­felli eru lög­reglu kunn.

Jafn­framt kunna ein­stak­ling­ar á lands­byggðinni að tengj­ast hóp­um sem einkum láta til sín taka í þétt­býli. Þetta get­ur t.a.m. átt við um fíkni­efniviðskipti og rækt­un og fram­leiðslu fíkni­efna. Þess­ir ein­stak­ling­ar geta þannig auðveldað skipu­lagðri brot­a­starf­semi að þríf­ast.

Fíkni­efna­rækt­un á lands­byggðinni

Grein­ing­ar­deild hef­ur í fyrri skýrsl­um sín­um um skipu­lagða brot­a­starf­semi leit­ast við að vekja at­hygli á að dreif­býli og lít­il lög­gæsla geti skapað af­brota­hóp­um tæki­færi t.a.m. á sviði rækt­un­ar og fram­leiðslu fíkni­efna.

„Þetta mat grein­ing­ar­deild­ar hef­ur reynst rétt, líkt og dæm­in sanna en á und­anliðnum miss­er­um hef­ur lög­regla ít­rekað stöðvað slík­ar rækt­an­ir á lands­byggðinni,“ seg­ir í skýrsl­unni sem kom út í morg­un.

Með full­ar hend­ur fjár

Lög­regla býr yfir upp­lýs­ing­um og vís­bend­ing­um um hópa og ein­stak­linga sem eru um­svifa­mikl­ir á sviði fíkni­efnaviðskipta. Sum­ir þeirra hafa full­ar hend­ur fjár og tengj­ast lög­mæt­um fyr­ir­tækj­um sem skap­ar færi á pen­ingaþvætti.

Fíkni­efna­neysla teng­ist í flest­um til­fell­um skipu­lagðri brot­a­starf­semi á einn eða ann­an veg. Fram­leiðsla, inn­flutn­ing­ur, dreif­ing og sala fíkni­efna er háð skipu­lagi og sam­starfi margra þótt í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um sé einn ger­andi að verki.

Með fullar hendur fjár – einstaklingar sem tengjast lögmætum fyrirtækjum …
Með full­ar hend­ur fjár – ein­stak­ling­ar sem tengj­ast lög­mæt­um fyr­ir­tækj­um sem skap­ar þeim færi á pen­ingaþvætti. AFP

Vís­bend­ing­ar eru um að inn­flutn­ing­ur sterkra fíkni­efna á borð við kókaín fær­ist í vöxt. Á síðustu miss­er­um hef­ur auk­ist til muna það magn MDMA (met­hy­lenedi­oxy­met­hamp­hetam­ine) og kókaíns sem hald­lagt hef­ur verið.

Mikið af sterku am­feta­míni er á markaðnum og orðið hef­ur vart við metam­feta­mín. Fram­boð á kanna­bis er sem fyrr mikið og mik­ill fjöldi rækt­ana sem gerður hef­ur verið upp­tæk­ur er til marks um að inn­lend fram­leiðsla leit­ast við að anna eft­ir­spurn.

Sala og dreif­ing fíkni­efna hef­ur í aukn­um mæli færst á sam­fé­lags­miðla. Af­skipti lög­reglu í formi frum­kvæðis­lög­gæslu er tak­mörkuð vegna mann­eklu. Hér er um að ræða nýj­an brota­vett­vang sem kall­ar á sér­deild­ir til þess að sinna net- og tölvu­brot­a­rann­sókn­um. Net­r­ann­sókn­ir (e. In­ter­net in­vestigati­ons) og rann­sókn­ir net­glæpa (e. Cy­ber crime) krefjast sér­hæfðra lög­reglu­manna og sér­fræðinga en ekki hafa feng­ist fjár­veit­ing­ar til þess að stofn­setja slík­ar rann­sókn­ar­deild­ir.

Gott efna­hags­ástand kann að ráða ein­hverju um þær breyt­ing­ar sem hér hafa verið rakt­ar en jafn­framt er sú staðreynd aug­ljós að fíkni­efna­markaður­inn á Íslandi hef­ur stækkað veru­lega á skömm­um tíma. Við nátt­úru­lega fjölg­un þjóðar­inn­ar bæt­ist mik­ill fjöldi aðfluttra og ferðamanna. Spurn eft­ir fíkni­efn­um hef­ur að öll­um lík­ind­um aldrei verið meiri hér á landi.

Snúa aft­ur nokkr­um dög­um síðar

Lög­regl­an tel­ur að smygl á fólki fær­ist í vöxt og hald­ist m.a. í hend­ur við mikla fjölg­un þeirra sem óska alþjóðlegr­ar vernd­ar hér á landi. Þess þekkj­ast dæmi að ein­stak­ling­ar frá lönd­um sem Útlend­inga­stofn­un skil­grein­ir sem „ör­ugg ríki“ færi sér mark­visst í nyt mót­töku­kerfi um alþjóðlega vernd á Íslandi í þeim til­gangi að stunda hér „svarta at­vinnu“ eða brot­a­starf­semi. Dæmi eru um að menn sem dval­ist hafa hér á landi sem um­sækj­end­ur alþjóðlegr­ar vernd­ar hafi stundað ólög­lega starf­semi, „svarta at­vinnu“ eða af­brot, og hafi, eft­ir að hafa verið neitað um vernd og vísað frá Íslandi, snúið aft­ur fáum dög­um síðar og tekið upp fyrri ólög­lega iðju.

Í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar frá 2015 var í kafla um horf­ur og framtíðarþróun varað sér­stak­lega við hættu á vinnum­an­sali og vændi. Í skýrsl­unni sagði: „Vændi og man­sal gætu auk­ist m.a. í tengsl­um við stór­auk­in um­svif í bygg­ing­ariðnaði og ferðamannaþjón­ustu. Vöxt­ur í bygg­ing­ariðnaði skap­ar hættu á ólög­leg­um inn­flutn­ingi á verka­fólki og dæmi eru um að viðkom­andi þræli myrkr­anna á milli við slæm kjör. Dæmi eru um að brota­menn tengd­ir vinnumiðlun­um eigi þátt í man­sali með því að blekkja og mis­nota ein­stak­linga sem koma á þeirra veg­um. Þá eykst hætt­an á að svört at­vinnu­starf­semi muni þríf­ast í tengsl­um við auk­in um­svif í ferðaþjón­ustu og bygg­ing­ariðnaði.“ Þessi virðist því miður hafa orðið raun­in, seg­ir í skýrsl­unni nú.

Man­sal í ýms­um grein­um at­vinnu­lífs­ins

Lög­regla hef­ur sterk­ar grun­semd­ir um man­sal í hinum ýmsu geir­um at­vinnu­lífs­ins ekki síst þeim sem hafa vaxið hratt á und­an­förn­um tveim­ur árum.

Vænd­is­starf­semi hef­ur auk­ist mikið á síðustu tveim­ur árum og er þjón­ust­an aug­lýst á vefsíðum og sam­fé­lags­miðlum. Í skýrsl­um liðinna ára hef­ur grein­ing­ar­deild ít­rekað varað við því að þeir sem leiti alþjóðlegr­ar vernd­ar á Íslandi kunni, sök­um bágr­ar fé­lags­stöðu, að sæta mis­notk­un og jafn­vel kúg­un­um af ýms­um toga. Slík mis­notk­un er þekkt í ná­granna­ríkj­um og teng­ist oft „svartri at­vinnu­starf­semi“.

Aug­ljós­lega er slík misneyt­ing ekki bund­in við þá sem óska alþjóðlegr­ar vernd­ar. Þekkt er frá ná­granna­ríkj­um að kon­ur séu þvingaðar til að stunda vændi og að skipu­lagt vinnum­an­sal fari fram inn­an „svarta hag­kerf­is­ins“.

Líkt og áður hef­ur verið bent á stend­ur lög­regl­an frammi fyr­ir nýj­um verk­efn­um sem varða tölvu­brot. Þau bein­ast jafnt gegn ein­stak­ling­um, stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um. Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar benda til þess að brot­um inn­an þessa um­fangs­mikla flokks fari fjölg­andi. Ra­f­rænn búnaður teng­ist með ein­um eða öðrum hætti stöðugt fleiri rann­sókn­um í nán­ast öll­um brota­flokk­um. Þörf er á fræðslu og sér­hæf­ingu lög­reglu­manna/​sér­fræðinga lög­reglu til að fást við þess­ar rann­sókn­ir og fylgja þeim hröðu breyt­ing­um sem þar eiga sér stað.

Ljóst er að viðbrögð lög­reglu vegna brota þurfa að vera sam­ræmd, fag­leg og fylgja skýr­um verklags­regl­um. Þannig má tryggja góða þjón­ustu og traust al­menn­ings að því gefnu að fjár­veit­ing­ar leyfi að bætt sé við lög­reglu­mönn­um og sér­fræðing­um til að sinna frum­kvæðis­lög­gæslu á þess­um sviðum.

„Lög­reglu er kunn­ugt um glæpa­hópa sem stunda um­fangs­mik­il fíkni­efnaviðskipti og pen­ingaþvætti sem m.a. fer fram með rekstri fyr­ir­tækja. Hóp­ar þess­ir fjár­festa í fast­eign­um og fyr­ir­tækj­um fyr­ir ágóða af fíkni­efna­sölu og búa yfir veru­leg­um fjár­hags­leg­um styrk.

Und­ir yf­ir­skini lög­legr­ar starf­semi geta þess­ir hóp­ar nálg­ast ýmsa sér­fræðiaðstoð til að fela ólög­leg­an ávinn­ing. Hóp­arn­ir beita iðulega of­beldi við inn­heimtu fíkni­efna­skulda,“ seg­ir í skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra.

Það er mat lögreglu að útlagagengi vélhjólamanna á Íslandi með …
Það er mat lög­reglu að út­laga­gengi vél­hjóla­manna á Íslandi með tengsl við alþjóðlega glæp­a­starf­semi sýni merki um aukna starf­semi hér á landi. Af vef Europol

Það er mat lög­reglu að út­laga­gengi vél­hjóla­manna (e. Outlaw Motorcycle Gangs) á Íslandi með tengsl við alþjóðlega glæp­a­starf­semi sýni merki um aukna starf­semi. Hells Ang­els, Outlaws og Bad Breed eru þau sam­tök sem nú leit­ast einna helst við að skapa sér stöðu hér á landi.

Þrjú út­laga­gengi hið minnsta starf­andi hér

Lög­regl­an hef­ur á und­anliðnum árum lagt áherslu á að hefta um­svif slíkra gengja hér á landi í sam­ræmi við stefnu rík­is­lög­reglu­stjóra Norður­landa. Sá ár­ang­ur sem náðist vakti at­hygli utan land­steina og ljóst er að sá stuðning­ur, m.a. í formi fjár­magns, sem þetta verk­efni hlaut skipti sköp­um. Nú sjást þess merki að sam­tök þessi hafi í hyggju að láta til sín taka á ný, seg­ir enn frem­ur í skýrsl­unni.

Lög­reglu er kunn­ugt um þrjú út­laga­gengi vél­hjóla­manna hið minnsta sem hafa alþjóðleg­ar teng­ing­ar og virðast hafa eflst nokkuð á und­an­förn­um miss­er­um. Þekkt er að sker­ist í odda með fé­lög­um í ólík­um gengj­um og má í því efni nefna átök gengja á Norður­lönd­um síðustu ár. Komið hef­ur til átaka milli út­laga­gengja vél­hjóla­manna hér á landi. Sum­um þeirra tengj­ast menn með lang­an og al­var­leg­an brota­fer­il.

Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­ar benda til vax­andi um­svifa vél­hjóla­gengja hér á landi. Fé­lag­ar í þeim tengj­ast marg­ir fíkni­efna­sölu, hand­rukk­un­um og pen­ingaþvætti auk þess sem vopna­b­urður skap­ar al­menna sam­fé­lag­sógn. Grein­ing­ar­deild er ekki kunn­ugt um staðbund­in af­brota­gengi t.a.m. í til­tekn­um hverf­um Reykja­vík­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert