Vestmannaeyingar ósáttir vegna bilana Herjólfs og hafa orðið fyrir miklu tjóni

Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.
Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Vestmannaeyingar eru afar ósáttir vegna þess dráttar sem verður á að gert verði við Herjólf. Jafnframt gagnrýna þeir Vegagerðina fyrir að hafa ákveðið að nýta ekki ágústmánuð til þess að láta dýpka Landeyjahöfn.

Magnús Bragason, hótelstjóri á Hótel Vestmannaeyjum, segist vera „sár og reiður“ því tapið sem hann hafi orðið fyrir á þessu ári, um 20 milljónir vegna afbókana, sé af mannavöldum, og á þá við Vegagerðina.

Laila Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Ribsafari í Vestmannaeyjum, segir að fyrirtækið hafi orðið fyrir tjóni vegna afbókana, þegar ferðir frá Landeyjahöfn falla niður, að því er fram kemur í umfjöllun um samgöngumál Eyjamanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert