Kæru Spencer vísað frá

Robert Spencer.
Robert Spencer.

Siðanefnd Blaðamanna­fé­lags Íslands hef­ur úr­sk­urðað í máli Roberts Spencer gegn frétta­stofu RÚV vegna end­ur­birt­ing­ar á frétt sem áður hafði verið kærð en vísað frá siðanefnd þar sem kæra barst of seint. Siðanefnd vísaði mál­inu frá en Ró­bert Har­alds­son skilaði sér­at­kvæði.

Málið snýst um end­ur­birt­ingu frétt­ar þar sem viðtal við Spencer, sem er rit­stjóri Ji­had Watch og fyr­ir­les­ari, er birt að nýju á vef RÚV í ág­úst. Upp­runa­lega viðtalið, sem Spencer kærði einnig, var birt í maí en í ág­úst var það end­ur­birt á vef RÚV með tengli þegar niðurstaða siðanefnd­ar í fyrstu kæru Spencer lá fyr­ir.

Frétta­menn RÚV eru ekki þeir einu sem Spencer hef­ur kært því hann kærði lækni á bráðamót­töku Land­spít­al­ans í ág­úst. 

Spencer hélt fyr­ir­lest­ur um íslam í maí og í kjöl­farið hélt hann því fram að hon­um hafi verið byrluð ólyfjan á skemmti­staðnum Bar­An­an­as í Reykja­vík.

Í grein sem hann ritaði á banda­ríska vefsíðu fór Spencer hörðum orðum um um­fjöll­un fjöl­miðla og annarra um heim­sókn hans til lands­ins. Fjöl­miðlar hafi verið upp­full­ir af frétt­um um að vond­ur maður væri á leiðinni til lands­ins og rætt við þá nokkra tugi ein­stak­linga sem mót­mælt hafi komu hans. Hins veg­ar hafi ekki verið leitað eft­ir viðbrögðum hans sjálfs.

Ein sjón­varps­stöð hafi tekið viðtal við hann í tengsl­um við fund­inn en fréttamaður­inn hafi verið upp­tek­inn af meintri ábyrgð hans á morðum norska fjölda­morðingj­ans And­ers Brei­vik en Brei­vik hef­ur vísað í skrif Spencers. Spencer seg­ist ekki frek­ar geta borið ábyrgð á gerðum Brei­viks en Bítl­arn­ir á gerðum banda­ríska fjölda­morðingj­ans Char­les Man­son.

Úrsk­urður siðanefnd­ar Blaðamanna­fé­lags Íslands í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert