„Klukkan okkar er vitlaus“

Festing staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið var tekin …
Festing staðarklukku á Íslandi á sumartíma allt árið var tekin áður en skilningur var kominn á mikilvægi líkamsklukku og morgunbirtu til að stilla líkamsklukku af. AFP

Eins og staðan er í dag þá er klukk­an hálf­sex þegar við vökn­um klukk­an sjö á morgn­ana, miðað við sól­ar­gang,“ seg­ir dr. Erna Sif Arn­ar­dótt­ir en hún er formaður Hins ís­lenska svefn­rann­sókn­ar­fé­lags sem vill seinka klukk­unni á Íslandi um eina klukku­stund.

Fé­lagið óskaði eft­ir svör­um frá stjórn­mála­flokk­um sem eru í fram­boði til alþing­is­kosn­inga um hver afstaða þeirra væri varðandi breyt­ing­ar á staðar­klukku á Íslandi. Einnig hvort flokk­ar myndu vilja seinka klukk­unni allt árið eða breyta í sum­ar- og vetr­ar­tíma.

Erna seg­ir málið mik­il­vægt lýðheilsu­mál og bend­ir á að vís­inda­menn sem upp­götvuðu gang lík­ams­klukk­unn­ar á ní­unda ára­tugn­um hafi hlotið nó­bels­verðlaun í lífeðlis- og lækn­is­fræði í ár. 

Morg­un­birt­an skipt­ir mestu máli

Hún bend­ir á að ákvörðunin um að festa staðar­klukku á Íslandi á sum­ar­tíma allt árið um kring hafi verið tek­in ára­tug­um áður en skiln­ing­ur var til­kom­inn á mik­il­vægi lík­ams­klukk­unn­ar og morg­un­birt­unn­ar til að stilla lík­ams­klukk­una af.

„Morg­un­birt­an er það sem skipt­ir mestu máli við að stilla okk­ur af og halda okk­ur í takt við tím­ann. Ef við byggj­um í helli og það væri eng­in sól­ar­birta þá mynd­um við alltaf fara seinna og seinna að sofa, og seinna á fæt­ur. Við þurf­um morg­un­birt­una til að hjálpa okk­ur að vera í þess­um 24 tíma takti,“ seg­ir Erna.

Þar af leiðandi er erfiðara að koma sér á fæt­ur í skamm­deg­inu, þegar morg­un­birt­an er ekki til staðar. „Marg­ir seinka sér mjög mikið til að mynda í jóla­frí­inu en það má kalla þetta klukkuþreytu; að vilja fara seinna að sofa og vakna seinna á frí­dög­um en maður þarf að gera vegna vinnu og skóla. Íslend­ing­ar eru með meiri klukkuþreytu en aðrar þjóðir og klukk­an okk­ar er vit­laus.“

Sjö af ell­efu flokk­um í fram­boði svöruðu fyr­ir­spurn­inni og eng­inn þeirra var mót­fall­inn leiðrétt­ingu á staðar­klukku, þó að flest­ir hafi þeir ekki mótað sér form­lega stefnu í mál­inu. Eng­in svör bár­ust frá Pír­öt­um, Dög­un og Sam­fylk­ing­unni.

Björt framtíð vill seinka klukk­unni

Björt framtíð vill seinka klukk­unni á Íslandi um eina klukku­stund og seg­ir að þetta sé mik­il­vægt lýðheilsu­mál. Vinstri græn hafa ekki tekið form­lega af­stöðu til máls­ins en taka í sama streng og segja mik­il­vægt „að hlustað sé á vís­inda­menn á sviði lýðheilsu sem telja að líf­fræðileg og fé­lags­fræðileg rök hnígi að því að stilla klukk­una meira í takt við lík­ams­klukk­una, sem aft­ur er háð hnatt­stöðunni. Það er staðreynd að þegar sól er hæst á lofti á Íslandi yfir vetr­ar­tím­ann er klukk­an í Reykja­vík hálft­vö, en ekki tólf.“

Alþýðufylk­ing­in og Flokk­ur fólks­ins styðja einnig að staðar­klukk­an fylgi bet­ur sól­ar­hringn­um og lík­ams­klukk­unni. Viðreisn hef­ur ekki mótað sér stefnu í mál­inu en flokk­ur­inn seg­ist „óhrædd­ur við breyt­ing­ar og reiðubú­inn að vega og meta öll mál­efna­leg sjón­ar­mið fag­lega með hags­muni al­menn­ings að leiðarljósi“. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, Miðflokk­ur­inn og Fram­sókn höfðu ekki myndað sér af­stöðu til máls­ins. 

Þingálykt­un­ar­til­laga um seink­un staðar­klukku hef­ur alls verið lögð fram fjór­um sinn­um frá ár­inu 2010 á þingi og hef­ur verið þver­póli­tísk samstaða í mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert