Hærri tollar og stærra bákn með inngöngu í ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Hanna

Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu hefði í för með sér fjölg­un toll­v­arða um nokk­ur hundruð og hækk­un á tolli á flest­um vör­um auk þess sem meiri­hluti tekna af toll­heimtu rynni til Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í skýrslu um ut­an­rík­is­viðskipti Íslands og þátt­töku í fríversl­un­ar­viðræðum EFTA sem ut­an­rík­is­ráðuneytið kynnti á dög­un­um. 

„Við erum með frjáls­lynd­ari viðskipta­stefnu en Evr­ópu­sam­bandið og því er ómögu­legt fyr­ir okk­ur sem höf­um frjáls­lynd­ar stjórn­mála­skoðanir að styðja aðild að Evr­ópu­sam­band­inu,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra. 

Í gögn­um sem tengj­ast aðild­ar­viðræðunum kem­ur fram að aðild að tolla­banda­lagi ESB hefði kallað á marg­vís­leg­ar kerf­is­breyt­ing­ar. Ein þeirra væri upp­taka 15-20 nýrra tolla­tölvu­kerfa en kostnaður­inn við þá einu breyt­ingu er áætlaður 3,8 millj­arðar ís­lenskra króna. 

Eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu fyr­ir rúmri viku bera mun fleiri toll­skrár­núm­er hér á landi eng­an al­menn­an toll borið sam­an við fjölda toll­skrár­núm­era í ríkj­um ESB og í hinum EFTA-ríkj­un­um. Þá er meðaltoll­ur lægri hér á landi en í ná­granna­lönd­un­um.  Í dag er hlut­fall þeirra toll­skrár­núm­era sem ekki bera neinn toll rétt tæp­lega 90% sam­an­borið við 26% hjá ESB. 

Með inn­göngu færi hlut­fallið niður í 26%. Við sæj­um tolla setta á vör­ur sem við erum löngu búin að fella tolla af og viðskiptaum­hverfi okk­ar myndi flækj­ast,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór. Hann nefn­ir einnig að Ísland verndi aðeins lít­inn hluta af land­búnaði sín­um en Evr­ópu­rík­in verndi fleiri grein­ar. 

Veru­leg fjölg­un hjá toll­in­um

Auk þess þyrfti að fjölga toll­vörðum. Hjá ís­lensk­um tol­lyf­ir­völd­um störfuðu 168 manns við tolla­mál en hjá tol­lyf­ir­völd­um á Möltu (415.000 íbú­ar) störfuðu um 430 manns, og í Lúx­em­borg (500.000 íbú­ar) störfuðu um 495 manns. Í skýrslu fram­kvæmda­stjórn­ar ESB seg­ir að í ljósi stærðargráðu þess verk­efn­is sem ís­lensk tol­lyf­ir­völd standi frammi fyr­ir í tengsl­um við ESB-aðild þyrfti að auka við starfs­manna­fjöld­ann.

Guðlaug­ur Þór seg­ir að Ísland sé skóla­bók­ar­dæmi um mik­il­vægi fríversl­un­ar. Með því að versla við önn­ur lönd hafi þjóðin kom­ist í bjargáln­ir. 

Við vor­um ein fá­tæk­asta þjóð Vest­ur-Evr­ópu fyr­ir 100 árum en nú erum við ein sú rík­asta. Þetta hefði aldrei getað gerst ef við hefðum ekki fengið aðgang að öðrum mörkuðum og ef okk­ar markaðir væru ekki opn­ir öðrum.“

Mýta um 90%

Svar ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn frá Al­berti Guðmunds­syni, varaþing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, leiddi í ljós að Ísland tæki aðeins 13% af gerðum Evr­ópu­sam­bands­ins en ekki 90% eins og oft hef­ur verið nefnt í þessu sam­hengi að sögn ráðherra. 

„Það hef­ur verið mik­il óánægja meðal aðild­ar­ríkja með að fá mikið af lög­um, reglu­gerðum og til­skip­un­um frá ESB,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór. „Hér hef­ur borið á gagn­rýni á inn­leiðingu gerða vegna EES-samn­ings­ins en það má færa rök fyr­ir því að kostnaður­inn sé til­tölu­lega lít­ill fyr­ir að hafa aðgang að þess­um markaði. Ef við fær­um inn í sam­bandið vær­um við í allt ann­arri stöðu því það er stór mun­ur á 13% og 100%.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka