Kæra ákvörðun héraðssaksóknara

Hópur fólks kom að Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní og …
Hópur fólks kom að Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní og lést Arnar Jónsson Aspar eftir átök við menn í hópnum. mbl.is/Ófeigur

Aðstandendur Arnars Jónssonar Aspar hafa kært til ríkissaksóknara þá ákvörðun héraðssaksóknara að fella niður rannsókn á hendur samferðamönnum Sveins Gests Tryggvasonar í heimsókn á Æsustaði í Mosfellsdal í júní þar sem Arnar lést. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Sveinn Gestur var einn ákærður fyrir alvarlega líkamsárás sem talin er hafa átt þátt í dauða Arnars en héraðssaksóknari felldi mál annarra sem fengu stöðu sakborninga í málinu niður 1. september síðastliðinn.

„Það er verið að kæra þessa ákvörðun héraðssaksóknara og óska eftir því að ríkissaksóknari endurskoði hana,“ segir Þórhallur Haukur Þorvaldsson, hæstaréttarlögmaður og réttargæslumaður ættingja Arnars, í samtali við Fréttablaðið.

Líkt og fram kom á mbl.is voru sex menn, fimm karl­ar og ein kona, upp­haf­lega hand­tek­in í tengsl­um við árás­ina.

Héraðssaksak­sókn­ari ákærði Svein Gest fyr­ir brot á 218. grein hegn­ing­ar­laga, grein sem fjall­ar um stó­fellda lík­ams­árás. Há­marks refs­ing fyr­ir brot á þeirri grein er 16 ára fang­elsi, hljót­ist bani af árás­inni.

Hæstirétt­ur staðfesti gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð yfir Sveini í byrj­un mánaðar­ins og rennur það út í dag.

Aðalmeðferð í máli gegn Sveini Gesti verður 21. til 23. nóv­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert