Segir fordæmin í máli Loga mörg

Fréttablaðið og 365.
Fréttablaðið og 365. mbl.is / Ómar Óskarsson

„Logi Bergmann rifti sjálfur samningi sínum við 365, bæði í orði og verki,“ segir í orðsendingu lögmanns 365, vegna fréttar mbl.is um vistaskipti Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns.

Í fréttinni segir frá því að stjórn­end­ur 365 miðla hafi neitað Loga um að mæta til starfa og vinna 12 mánaða upp­sagn­ar­frest sinn hjá fyrirtækinu. Þá hafi þeir gert honum grein fyr­ir því að hann fái ekki greidd laun meðan á upp­sagn­ar­frest­in­um stendur.

Í fréttinni sagði Guðjón Ármannsson, lögmaður Loga, að málið væri fordæmalaust og afstaða 365 væri óskiljanleg.

Forsaga málsins er sú að 365 miðlar fóru fram á lögbann á störf Loga eftir að hann var ráðinn til Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins.

Einar Þór Sverisson lögmaður segir í tölvupósti til mbl.is að þegar menn hafi sjálfir rift samningi sínum geti menn „ekki bara gengið inn í starfið sitt aftur, eins og ekkert hafi í skorist“, en Logi hugðist mæta aftur til vinnu hjá 365 á mánu­dag.

„Það er til mikið magn fordæma þess efnis að starfsmenn séu í banni við samkeppni um tiltekinn tíma,” skrifar Einar Þór. “Mál Loga er að engu leyti frábrugðið nema að því leyti að Logi ætlaði ekki að virða neinar reglur – eða stóð í þeirri meiningu að um hann giltu ekki neinar reglur.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert