Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill árétta í tilefni frétta um að leyfa gæludýr á veitingastöðum, að breyting á reglugerð um hollustuhætti varðandi gæludýr á veitingastöðum tekur ekki gildi fyrr en reglugerðin hefur verið birt í Stjórnartíðindum.
Í tilkynningu kemur fram að þeir rekstraraðilar sem ætla að leyfa hunda og ketti eiga að tilkynna það fyrst til Heilbrigðiseftirlitsins.
Veitingastaðirnir þurfa að uppfylla kröfur sem fram koma í reglugerðinni varðandi aðstöðu og kröfur í matvælalöggjöf þannig að hægt sé að meta hvort hundar og kettir megi fara inn í veitingasali viðkomandi staða, að sögn Heilbrigðiseftirlitins.