Beygði af í beinni útsendingu

Inga Sæland, eftir að þátturinn kláraðist.
Inga Sæland, eftir að þátturinn kláraðist. mbl.is/Eggert

Inga Sæ­land beygði af þegar hún talaði um framtíðar­sýn Flokks fólks­ins í kapp­ræðum á RÚV nú í kvöld, en all­ir leiðtog­arn­ir fengu tæk­færi til að tala til kjós­enda.

„Framtíðar­sýn okk­ar ein­fald­lega að sú að við get­um öll gengið hér um fal­lega landið okk­ar og borið höfuðið hátt. Og verið stolt af því að vera Íslend­ing­ar,“ sagði Inga og gerði stutt hlé á máli sínu.

„Fyr­ir­gefðu, ég verð bara klökk,“ sagði hún og hélt áfram, brost­inni röddu: „Mín framtíðar­sýn er sú að ör­yrkj­um líði ekki eins og ann­ars flokks þjóðfé­lagsþegn­um í land­inu okk­ar. Að gamla fólkið okk­ar geti lifað hér með reisn og eigi áhyggju­laust ævikvöld. Að 9,1% barn­anna okk­ar líði ekki hér mis­mik­inn skort. að 25% barna búi ekki við óviðun­andi hús­næðis­kost. Og að það skuli ekki vera for­rétt­indi að leita lækn­is og að eng­inn Íslend­ing­ur þurfi nokk­urn tím­ann að búa í tjaldi eða hjól­hýsi í Laug­ar­dal eða nokk­urs staðar ann­ars staðar. Það er á morg­un sem þessi rödd er til­bú­in að tala okk­ar máli. Þetta er tæki­færi sem við höf­um til þess að fá upp­reisn í þessu sam­fé­lagi,“ sagði Inga í til­finn­ingaþrung­inni fram­sögu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert