Bifreiðaumboð fá leyfi til rafrænna forskráninga

„Þetta verður algjör bylting og mun spara vinnu hjá bifreiðaumboðunum …
„Þetta verður algjör bylting og mun spara vinnu hjá bifreiðaumboðunum og hjá samgöngustofu,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Frá og með 20. janú­ar í síðasta lagi geta stærri inn­flutn­ingsaðilar bif­reiða séð um ra­f­ræn­ar for­skrán­ing­ar. Sam­göngu­stofa mun áfram sjá um skrán­ing­ar einka­bif­reiða.

„Það vanda­mál sem skapaðist vegna tafa á skrán­ingu bif­reiða seinnipart síðasta vetr­ar og fram á sum­ar kallaði á lausn. Nú er hún kom­in, til hags­bóta fyr­ir bif­reiðaeig­end­ur og sam­göngu­stofu,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Jón, að tvennt hafi verið í stöðunni til þess að bæta ástandið; annaðhvort að auka fjár­veit­ing­ar til sam­göngu­stofu eða ein­falda verk­ferla og færa skrán­ingu út á markaðinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert