Hafi loftslagsmál í huga við stjórnarsáttmála

París 1,5 skorar á alla stjórnmálaflokka að hafa loftslagsmálin að …
París 1,5 skorar á alla stjórnmálaflokka að hafa loftslagsmálin að leiðarljósi í stjórnarsáttmála við myndun nýrrar ríkisstjórnar. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Miklu máli skiptir að unnið verði að því með öllum tiltækum ráðum að stöðva hlýnun jarðar frá núverandi kjörtímabili. Þetta segir í yfirlýsingu frá baráttuhópinum París 1,5, sem skorar á alla stjórnmálaflokka eftir kosningarnar 28. október að hafa loftslagsmálin að leiðarljósi í stjórnarsáttmála við myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Stemma verði stigum við þeirri ógnvænlegu þróun sem blasir við heimsbyggðinni ef ekkert verður að gert.

„Mikilvægt er að byggja á þeirri vinnu sem nú þegar hefur farið fram og nýta reynslu annarra þjóða sem eru komnar mun lengra. Tími aðgerða er núna – losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er enn allt of mikil og hraða þarf aðgerðum,“ segir í yfirlýsingunni.

Stjórnmálaflokkarnir ættu því að hafa í huga við gerð stjórnarsáttmála komandi ríkisstjórnar að hann innihaldi skýr stefna um hvernig eigi að standa við markmið Parísarsamkomulagsins.

Einnig ætti hann að innihalda tölu- og tímasett markmið um minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda frá úr öllum losunarflokkunum, orku, iðnaðarferlum, landbúnaði og úrgangi, markmið um endurheimt votlendis og skógrækt, stefnumótun varðandi notkun hagrænna hvata til að minnka losun og loks uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti

„Stefna og markmið verðandi stjórnarflokka þarf að vera skýr frá upphafi, svo hægt sé að taka tillit til hennar í allri annarri ákvarðanatöku eins og t.d. hagsmunaaðila, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. París 1,5 skorar einnig á stjórnvöld að stöðva áform um olíuvinnslu í íslenskri lögsögu til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka