Fjölmennt er á Mímisbarnum á Hótel Sögu þar sem umræður fara fram um möguleikann á stofnun nýs kvennaframboðs.
Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, boðaði til fundarins.
Hún hvatti konur til að láta sjá sig og sagði á Facebook að þrátt fyrir aðdraganda stjórnarslitanna, #höfumhátt og háværa kröfu kvenna um breytt samfélaga hefði orðið alvarlegt bakslag í jafnréttismálum hér á landi.
„Kvennaframboð sem setur öryggi, aðstæður og tækifæri kvenna af öllum gerðum og stærðum á oddinn er möguleiki sem vert er að athuga nánar. Fundum strax á meðan reiðin ólgar og reynum að beina henni inn í jákvæðan farveg í þágu okkar allra?“