Ólík afstaða kjósenda til RÚV

Ríkisútvarpið við Efstaleiti.
Ríkisútvarpið við Efstaleiti. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Marktækur munur er á afstöðu fólks til hlutleysis RÚV eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður samkvæmt netkönnun Gallup fyrir Fjölmiðlanefnd í maí í fyrra.

Meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er sú skoðun útbreidd að RÚV sé hlutdrægt í fréttaflutningi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri  könnunina ómarktæka. Hún hafi verið gerð á afar óvenjulegum tíma, aðeins fáeinum vikum eftir fall þáverandi ríkisstjórnar og umfjöllun Kastljóss um Panama-skjölin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert