Vægi atkvæða nær tvöfalt í NV-kjördæmi

2.690 kjósendur voru að baki hverju þingsæti í Norðvesturkjördæmi, samanborið …
2.690 kjósendur voru að baki hverju þingsæti í Norðvesturkjördæmi, samanborið við 5.346 í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Eggert

Sam­fylk­ing­in hefði fengið einn þing­mann til viðbót­ar á kostnað Fram­sókn­ar­flokks­ins í ný­af­stöðnum kosn­ing­um, ef at­kvæði lands­ins hefðu jafnt vægi. Vak­in er at­hyli á því í frétt á vef RÚV að mis­vægi at­kvæða milli kjör­dæma hafi auk­ist í síðustu tvenn­um kosn­ing­um og fari nú nærri því að brjóta gegn ákvæðum stjórn­ar­skrár.

Seg­ir í frétt­inni að Ísland hafi gengið lengst varðandi mis­vægi at­kvæða, þó að það þekk­ist hjá öðrum nor­ræn­um lönd­um.

Mun færri kjós­end­ur séu að baki hverju þing­sæti á lands­byggðinni en á Suðvest­ur­horn­inu, en mis­vægi at­kvæða hafi verið sett þau mörk í stjórn­ar­skrá að vægi at­kvæða í einu kjör­dæmi megi ekki vera tvö­falt meira en í öðru kjör­dæmi. Verði slík breyt­ing á íbúa­fjölda þá þurfi að færa til þing­sæti milli kjör­dæma.

En meg­in rök­in fyr­ir mis­væg­inu eru sögð þau að íbú­ar á þétt­býlli svæðum, einkum í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins njóti góðs af ná­lægð við „póli­tíska miðstöð lands­ins og stofn­an­ir“ sem rétt­læti aft­ur á móti að íbú­um í dreifðari byggðum séu tryggð meiri áhrif í kosn­ing­um.

Seg­ir RÚV að grannt hafi verið fylgst með því frá alda­mót­um hvort vægi at­kvæða í fá­menn­asta kjör­dæm­inu, Norðvest­ur, fari yfir mörk­in og verði tvö­falt á við Suðvest­ur­kjör­dæmi. Það hafi gerst bæði í kosn­ing­un­um 2003 og 2009 og í bæði skipt­in hafi sitt hvort þing­sætið flutt á milli. Síðan hafi hlut­fallið verið inn­an marka, en þó hafi hlut­fallið auk­ist á allra síðustu árum.

Í kosn­ing­un­um á laug­ar­dag hafi 2.690 kjós­end­ur verið að baki hverju þing­sæti í Norðvest­ur­kjör­dæmi, sam­an­borið við 5.346 í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Hlut­fallið sé 199% og á barmi þess að fara yfir stjórn­ar­skrár­bund­in mörk, sem eru 200%. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert