Í farbanni til nóvemberloka

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Konan sem beit tunguna úr manni sínu í heimahúsi í Reykjavík í gærkvöldi var úrskurðuð í farbann fram til loka nóvembermánaðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Að öðru leyti er konan frjáls ferða sinna. 

Um 30 spor voru saumuð í tungu mannsins og er hann útskrifaður af sjúkrahúsi. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn nái fullum bata þrátt fyrir aðgerðina, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa.   

Málið er rannsakað sem heimilisofbeldi og stefnt er að því að „ljúka því sem fyrst“ að sögn Guðmundar. Maður­inn er ekki grunaður um að hafa brotið gegn kon­unni. Fleira fólk var í heima­hús­inu þegar árás­in átti sér stað og til­kynnti það lög­regl­unni um at­hæfið. Fólkið er er­lent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka