Konan, sem beit tunguna úr manni sínum í heimahúsi í Reykjavík í fyrrakvöld, beit tunguna alveg í tvennt. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir í samtali við mbl.is að sauma hafi þurft hlutann sem bitinn var af aftur á.
„Tungan fór alveg í tvennt,“ segir Guðmundur Páll.
Eins og fram kom í gær er óvíst hvort maðurinn nái fullum bata en um 30 spor voru saumuð í tungu mannsins og hann var útskrifaður af sjúkrahúsi.
Fólkið er erlent en maðurinn vinnur hjá fyrirtæki hér á landi og kemur hann hingað til skamms tíma í einu. Ekki er talið að maðurinn hafi brotið gegn konunni og er málið rannsakað sem heimilisofbeldi. Stefnt er að því að ljúka rannsókn eins fljótt og auðið er en konan er í farbanni til loka nóvember.