Húsavíkurhöfðagöng opnuð í morgun

Haukur Jónsson og Kristján Þór Magnússon klippa á borðann.
Haukur Jónsson og Kristján Þór Magnússon klippa á borðann. mbl.is/Hafþór Hreiðarson

Húsavíkurhöfðagöng voru opnuð formlega í morgun þegar almenningi bauðst að skoða göngin. Þau eru 990 metra löng með vegskálum beggja vegna og verða tekin í notkun eftir helgi.

Fljótlega mun fyrsti farmur með hráefni berast til kísilvers PCC BakkaSilicon hf. í gegnum göngin.

Eftir að Haukur Jónsson deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Akureyri og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, höfðu mælt nokkur orð um framkvæmdina og klippt á borða fóru heimamenn gangandi, hlaupandi og hjólandi í gegnum göngin.

Eftir klukkan 14 í dag er fólki boðið að aka í gegnum þau en göngin eru ekki hluti af þjóðvegakerfinu og því verður þetta eina tækifæri almennings til að skoða þau.

Göngin verða annars vinnusvæði og tengja saman iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn.

Félagar í hlaupahópnum Skokka nýttu tækifærið og hlupu í gegnum …
Félagar í hlaupahópnum Skokka nýttu tækifærið og hlupu í gegnum göngin. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka