Rafmagn er nú aftur komið á í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Um það bil helmingur Hafnarfjarðar var rafmagnslaus um stundarsakir nú í kvöld og hluti Garðabæjar og Álftaness.
Rafmagnslaust er á öllum Suðurnesjum sem stendur en viðgerðarmenn HS Veitna og Landsnets eru að störfum við viðgerðir.
Uppfært kl. 22:26:
Á Facebook-síðu Landsnets kemur fram að Suðurnesjalína 1 sé komin aftur inn og að rafmagn sé komið á á stórum hluta Reykjanesbæjar. Þar kemur einnig fram að rafmagn verði vonandi komið á um allt Reykjanes fljótlega.