Rafmagnslaust í Hafnarfirði og víðar

Björgunarsveitarbíll í myrkrinu í Hafnarfirði í kvöld.
Björgunarsveitarbíll í myrkrinu í Hafnarfirði í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Raf­magns­laust er nú víða í Hafnar­f­irði og á Kjal­ar­nesi. Á heimasíðu Veitna kem­ur fram að vegna bil­un­ar sé raf­magns­laust á Kjal­ar­nesi en raf­magn sé komið á alls staðar nema ofan Grunda­hverf­is og verði þar raf­magns­laust til morg­uns. Raf­magn er einnig farið af í Reykja­nes­bæ og í Garðabæ. 

Þá er einnig raf­magns­laust vegna há­spennu­bil­un­ar á Bláfjalla­svæðinu og unnið er að viðgerð. Von­ast er til að raf­magn verði aft­ur komið á inn­an stund­ar.

Upp­fært kl. 21:18

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá HS Veit­um ligg­ur ekki ljóst fyr­ir ennþá hversu stórt svæði í Hafnar­f­irði er raf­magns­laust. Viðgerðar­menn eru á leiðinni á aðal­veitu­stöð við Öldu­götu í Hafnar­f­irði til að kanna aðstæður. Senni­legt þykir að raf­magns­leysið teng­ist óveðrinu sem nú geng­ur yfir en ekki er hægt að staðfesta það að svo stöddu.

Upp­fært kl. 21:49

Raf­magns­laust er á öll­um Suður­nesj­um sem stend­ur en viðgerðar­menn HS Veitna og Landsnets eru að störf­um við viðgerðir. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá HS Veit­um er von­ast til þess að raf­magn kom­ist aft­ur á inn­an nokk­urra mín­útna. Erfitt er þó að segja til um það að svo stöddu hversu lang­an tíma viðgerðir munu taka þar sem ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hvað olli út­slætt­in­um.

Verið er að skipta um spenna sem ætti að gera það af verk­um að raf­magn kom­ist aft­ur á fljót­lega.

Upp­fært kl. 21:55:

Raf­magn er nú aft­ur komið á í Hafnar­f­irði, Garðabæ og á Álfta­nesi. Um það bil helm­ing­ur Hafn­ar­fjarðar var raf­magns­laus um stund­ar­sak­ir nú í kvöld og í hluta Garðabæj­ar og á Álfta­nesi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert