Björguðu 9 manna fjölskyldu

Skútan lá við Torfunesbryggju.
Skútan lá við Torfunesbryggju. Ljósmynd Auðunn Níelsson

Lög­regl­an og björg­un­ar­sveitar­fólk á Ak­ur­eyri kom níu manna fjöl­skyldu til bjarg­ar í Torfu­nefs­höfn á Ak­ur­eyri í nótt eft­ir að skúta þeirra losnaði frá bryggj­unni. Fjöl­skyld­an býr í skút­unni en yngsta barnið er tveggja mánaða gam­alt. 

Að sögn varðstjóra í lög­regl­unni kom hjálp­ar­beiðnin um kl. hálfeitt í nótt en veðrið hafði versnað til muna líkt og spáð hafði verið. Þrátt fyr­ir að veðrið hafi verið ágætt inni í Þorpi og víðar á Ak­ur­eyri þá var veðrið mun verra aust­an meg­in við Eyja­fjörð og afar slæmt í sjó­inn. Eins er Torfu­nefs­bryggj­an, við Hof, mjög illa var­in fyr­ir suðaustanátt­inni. 

Nokkr­ar minni skút­ur eru í höfn­inni en eng­inn var um borð í þeim. Skúta fjöl­skyld­unn­ar, sem er mun stærri, losnaði al­veg frá og mátti vart tæp­ara standa þegar björg­un­ar­sveitar­fólki og lög­reglu tókst að bjarga þeim á land. 

Að sögn varðstjóra slitnuðu fest­ing­ar (fing­ur) sem skút­urn­ar eru fest­ar sam­an með við flot­bryggj­una og auk stóru skút­unn­ar hafði ein minni skúta nán­ast al­veg losnað frá. 

Ekki komu önn­ur mál til kasta lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri í nótt og veðrið var ágætt þar þegar mbl.is ræddi við lög­regl­una á sjötta tím­an­um í morg­un. Fjöl­skyld­unni var komið í húsa­skjól í bæn­um en eft­ir er að kanna með skemmd­ir á skút­unni og verður það gert í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert