Fólk vill jafnari kjör kynja í íþróttum

Guðmundur Sævarsson, fyrrverandi aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kynnti niðurstöðurnar …
Guðmundur Sævarsson, fyrrverandi aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kynnti niðurstöðurnar á ráðstefnu um siðferði í íþróttum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikill einhugur er meðal Íslendinga um að karlar og konur fái sambærileg laun fyrir íþróttaiðkun sína.

Þetta kemur fram í frumniðurstöðum rannsóknar sem Guðmundur Sævarsson, fyrrverandi aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kynnti á ráðstefnu um siðferði í íþróttum, en ráðstefnan var haldin á vegum Siðfræðistofnunar í Háskóla Íslands á laugardaginn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur frumniðurstöðurnar að mörgu leyti mjög áhugaverðar og sýni að mismunun í íþróttum mælist mjög illa fyrir meðal Íslendinga. „Fólk var mjög ákveðið í skoðunum sínum um misrétti milli kynja, það voru einungis 4% sem fannst í lagi að konur fengju verr greitt en karlar,“ segir Guðmundur og bætir við að fólki hafi auk þess verið afar umhugað um kjör fatlaðs íþróttafólks.

Íslendingar vilja jafna hlut kynjanna í íþróttum hérlendis.
Íslendingar vilja jafna hlut kynjanna í íþróttum hérlendis. mbl.is/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka