Fólk vill jafnari kjör kynja í íþróttum

Guðmundur Sævarsson, fyrrverandi aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kynnti niðurstöðurnar …
Guðmundur Sævarsson, fyrrverandi aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kynnti niðurstöðurnar á ráðstefnu um siðferði í íþróttum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mik­ill ein­hug­ur er meðal Íslend­inga um að karl­ar og kon­ur fái sam­bæri­leg laun fyr­ir íþróttaiðkun sína.

Þetta kem­ur fram í frumniður­stöðum rann­sókn­ar sem Guðmund­ur Sæv­ars­son, fyrr­ver­andi aðjúnkt við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, kynnti á ráðstefnu um siðferði í íþrótt­um, en ráðstefn­an var hald­in á veg­um Siðfræðistofn­un­ar í Há­skóla Íslands á laug­ar­dag­inn.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Guðmund­ur frumniður­stöðurn­ar að mörgu leyti mjög áhuga­verðar og sýni að mis­mun­un í íþrótt­um mæl­ist mjög illa fyr­ir meðal Íslend­inga. „Fólk var mjög ákveðið í skoðunum sín­um um mis­rétti milli kynja, það voru ein­ung­is 4% sem fannst í lagi að kon­ur fengju verr greitt en karl­ar,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að fólki hafi auk þess verið afar um­hugað um kjör fatlaðs íþrótta­fólks.

Íslendingar vilja jafna hlut kynjanna í íþróttum hérlendis.
Íslend­ing­ar vilja jafna hlut kynj­anna í íþrótt­um hér­lend­is. mbl.is/​Golli
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert