„Hárrétt lögfræðileg niðurstaða“

Egill Einarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans. Mannréttindadómstóll Evrópu …
Egill Einarsson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að íslenska ríkið skuli greiða Agli skaðabæt­ur vegna dóma Hæsta­rétt­ar og héraðsdóms. Þar var blogg­ari sýknaður af skaðabóta­kröfu vegna mynd­birt­ing­ar og um­mæli sem hann ritaði um Egil á In­sta­gram. mbl.is/ Rósa Braga

„Ég tel að þetta sé hár­rétt lög­fræðileg niðurstaða,“ seg­ir Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, lögmaður Eg­ils Ein­ars­son­ar. Hann kveðst hafa rætt við skjól­stæðing sinn í morg­un og að Eg­ill hafi verið mjög sátt­ur við niður­stöðuna.

Greint var frá því í morg­un að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi úr­sk­urðað að ís­lenska ríkið þurfi að greiða Agli Ein­ars­syni skaðabæt­ur vegna dóma Hæsta­rétt­ar og héraðsdóms. Þar var blogg­ari sýknaður af skaðabóta­kröfu vegna mynd­birt­ing­ar og um­mæli sem hann ritaði um Egil á In­sta­gram. Seg­ir í úr­sk­urði Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins að þar hafi verið brotið á stjórn­ar­skrár­vörðum rétti Eg­ils til friðhelgi einka­lífs.

Um er að ræða um­mæli sem rituð voru um Egil á In­st­astram af Inga Kristjáni Sig­ur­mars­syni árið 2012. Áður hafði sak­sókn­ari fallið frá því að ákæra Egil fyr­ir nauðgun og önn­ur kyn­ferðis­brot.

Breyt­ir ekki rétt­in­um til friðhelgi einka­lífs

 „Dóm­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins er vel rök­studd­ur og tek­ur al­gjör­lega á kjarna þessa máls sem er sá, að jafn­vel þó að menn eigi í orðaskaki við ná­ung­ann og viðkom­andi sé þjóðþekkt­ur, þá breyt­ir það ekki því að viðkom­andi á rétt til friðhelgi einka­lífs eins og aðrir menn,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Hæstirétt­ur staðfesti sýknu­dóm héraðsdóms árið 2014 í meiðyrðamáli sem Eg­ill Ein­ars­son höfðaði á hend­ur Inga Kristjáni Sig­ur­mars­syni fyr­ir ærumeiðandi aðdrótt­un. Hæstirétt­ur klofnaði í mál­inu, en meiri­hlut­inn sagði að tján­ing Inga hafi verið inn­an marka þess frels­is sem hon­um er tryggt í stjórn­ar­skrá. Þetta fellst Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hins veg­ar ekki á.

Eg­ill höfðaði meiðyrðamál á hend­ur Inga sem teiknaði ókvæðisorð á mynd af Agli og birti á In­sta­gram. Í stefn­unni var þess kraf­ist að Ingi yrði dæmd­ur til refs­ing­ar fyr­ir ærumeiðandi aðdrótt­an­ir með því að hafa breytt ljós­mynd af Agli þannig að hann teiknaði kross á hvolfi á enni hans, skrifaði „aum­ingi“ þvert yfir and­lit stefn­anda og „fuck you rap­ist bast­ard“ sem mynda­texta og birti ljós­mynd­ina þannig breytta á In­sta­gram, 22. nóv­em­ber 2012.

„Menn geta ekki sagt hvað sem er í slíkri umræðu, jafn­vel þó hún sé hat­römm, og þeir geta alls ekki ásakað viðkom­andi um al­var­leg­an glæp eins og þessi ungi maður gerði,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. „Staðan er sú að hann fór með al­gjör­lega staðlausa stafi, vit­andi vits að saka­málið sem var til rann­sókn­ar hafði verið fellt niður. Hann ákvað þó engu að síður að viðhafa um­mæl­in og láta eins og viðkom­andi hefði verið sak­felld­ur og dæmd­ur fyr­ir hátt­sem­ina.“

Sér­at­kvæðin draga ekki úr vægi dóms­ins

Tveir dóm­ar­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins skiluðu sér­at­kvæði. Seg­ir ann­ar þeirra hinn ákærða vera að bregðast við viðtal­inu í tíma­rit­inu sem mynd­in af Agli var fram á, en hinn sagði um­deild og ögr­andi um­mæli Eg­ils, sem og þá staðreynd að hann sé þekkt­ur ein­stak­ling­ur breyta mörk­un­um.

Vil­hjálm­ur kveðst ekki telja sér­at­kvæðin draga úr vægi dóms­ins. „Ég held að þetta sé kór­rétt niðurstaða. Rök­stuðning­ur meiri­hlut­ans er mjög sann­fær­andi svo ekki sé fast­ar að orði kveðið og í sam­ræmi við mál­flutn­ing okk­ar í þessu máli frá fyrstu stundu,“ seg­ir hann. „Ég tel því ein­fald­lega að þetta sé hár­rétt niðurstaða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert