Vill þróa skólakerfi 21. aldarinnar

Ragnar Þór Pétursson, kennari, ætlaði upphaflega ekki að bjóða sig …
Ragnar Þór Pétursson, kennari, ætlaði upphaflega ekki að bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Síðasti sól­ar­hring­ur er bú­inn að vera til­finn­inga­rúss­íbani. Þar sem ég sat á Skólaþingi sveit­ar­fé­laga í gær fékk ég þær hörm­ung­ar­frétt­ir að kær fjöl­skyldumeðlim­ur hefði dáið fyrr um dag­inn þegar ekið var á hann. [...] Ofan í þess­ar til­finn­ing­ar bland­ast þakk­læti. Ég hlaut kosn­ingu sem næsti formaður KÍ.“

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í blogg­færslu Ragn­ars Þórs Pét­urs­son­ar á Stund­inni, en hann var kjör­inn formaður Kenn­ara­sama­bands Íslands fyrr í dag.

Frétt mbl.is: Ragn­ar kjör­inn formaður KÍ

Ragn­ar er þakk­lát­ur öll­um þeim sem kusu sig og seg­ist ætla að gera sitt allra besta til að sinna starf­inu vel. Ragn­ar hlaut 3.205 at­kvæði eða 56,3%. Þrjú voru í fram­boði til for­manns KÍ. Á kjör­skrá voru 10.675  og greiddu 5.691 at­kvæði, eða 53,3%.

Ragn­ar segi að upp­haf­lega hafi hann ekki ætlað að bjóða sig fram til for­manns. „Ég er nán­ast full­kom­lega sátt­ur í starfi sem kenn­ari. Ég er hins­veg­ar al­ger­lega sann­færður um að hér á landi verði að koma til breyt­ing­ar á mennta­mál­um með þjóðarsátt um bætt kjör kenn­ara – og að traust ríki í garð þeirra bæði á borði og í orði,“ seg­ir í færslu hans.

Meðal brýnna mála sem ráðast þarf í að mati Ragn­ars er að þróa skóla­kerfi 21. ald­ar­inn­ar. „Þeir sem hljóta að leiða þá þróun eru kenn­ar­arn­ir. Þannig er það í öll­um lönd­um sem náð hafa ár­angri. Þannig mun það líka vera hér.“

„Póli­tík­in í land­inu verður að breyt­ast“

Ragn­ar hvet­ur einnig til auk­inna sam­stöðu meðal fé­lags­manna KÍ. „Okk­ar bíða mörg brýn verk­efni. Á öll­um skóla­stig­um. Ver­um óhrædd við að taka slag­inn – því það skipt­ir máli að slag­ur­inn sé tek­inn. En þjöpp­um okk­ur einnig að baki þeim sem eru sam­herj­ar okk­ar í bar­átt­unni fyr­ir rétt­látu og fram­sæknu skóla­kerfi í land­inu. Í hópi sam­herja eiga bæði ríki og sveit­ar­fé­lög heima. Þar þurfa bæði ríki og sveit­ar­fé­lög að gera bet­ur en hingað til. Svik, róg­ur og þving­an­ir eiga hvergi heima í sam­skipt­um. Sér­stak­lega ekki á milli þeirra aðila sem fara með sum af mik­il­væg­ustu hags­mun­um þjóðar­inn­ar. Póli­tík­in í land­inu verður að breyt­ast. Fólk er ekki bara orðið þreytt á henni – hún hef­ur eyðilagt alltof margt.“

Átta fé­lög eiga aðild að Kenn­ara­sam­bandi Íslands og eru fé­lags­menn um tíuþúsund tals­ins. Kjaraviðræður eru meðal stórra verk­efna sem fram und­an eru, en í til­felli grunn­skóla­kenn­ara renna nú­gild­andi kjara­samn­ing­ar út í lok mánaðar­ins.

Ragn­ar mun þó ekki taka við for­mennsku fyrr en í vor þegar Þórður Árni Hjaltested mun láta af störf­um for­manns á VII þingi Kenn­ara­sam­bands­ins sem fram fer í apríl á næsta ári.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert