Andlát: Atli Steinarsson

Atli Steinarsson (t.v.), einn af stofnendum Samtaka íþróttafréttamanna, og Vilhjálmur …
Atli Steinarsson (t.v.), einn af stofnendum Samtaka íþróttafréttamanna, og Vilhjálmur Einarsson árið 2005. mbl.is/Brynjar Gauti

Atli Steinarsson blaðamaður er látinn, en hann hóf störf sem blaðamaður árið 1950 og var félagi númer 1 í Blaðamannafélagi Íslands, það er með lengstan starfsaldur í stéttinni. Hann starfaði á Morgunblaðinu frá 1950 til 1975 þegar hann fór yfir á Dagblaðið þar sem hann starfaði til 1981. Þaðan fór hann á fréttastofu Útvarpsins í fimm ár, en samhliða því rak Atli ásamt konu sinni, Önnu Bjarnason, Mosfellspóstinn í sex ár.

Á vef Blaðamannafélagsins kemur fram að Atli hafi á árunum 1988 til 1997 verið sjálfstætt starfandi blaðamaður, en svo gerst blaðamaður hjá Sunnlenska fréttablaðinu þegar hann kom heim og til ársins 2005.

Atli var í stjórn Blaðamannafélagsins frá 1956-1975 og var hann einn af hvatamönnum að stofnun Samtaka íþróttafréttamanna, en hann hafði umsjón með íþróttafréttum Morgunblaðsins um árabil. Var hann formaður samtakanna í níu ár. 

Sjálfur var Atli Íslandsmeistari í sundi og keppti á Ólympíuleikunum í London 1948.

Atli Steinarsson skrifar um nýjustu íþróttametin árið 1953.
Atli Steinarsson skrifar um nýjustu íþróttametin árið 1953. mbl.is/Ólafur K. Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert