Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur falið lögmanni sínum að höfða dómsmál fyrir hans hönd gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi dómara við Hæstarétt. Málið snýst um ummæli í nýútkominni bók Jóns Steinars „Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ sem Benedikt telur ærumeiðandi.
Fram kemur í fréttatilkynningu að í bókinni saki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem myndað hafi meirihluta Hæstaréttar í máli 279/2011, mál ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra, um dómsmorð.
Benedikt krefst þess að fimm ummæli í bókinni verði dæmd dauð og ómerk. Fram kemur í tilkynningunni að stefna í málinu hafi verið birt. Málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjaness miðvikudaginn 15. nóvember.
Frétt mbl.is: Reynir á stoðirnar