Höfðar mál gegn Jóni Steinari

Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar Gunnlaugsson.

Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur falið lögmanni sínum að höfða dómsmál fyrir hans hönd gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi dómara við Hæstarétt. Málið snýst um ummæli í nýútkominni bók Jóns Steinars „Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ sem Benedikt telur ærumeiðandi.

Benedikt Bogason, dómari við Hæstarétt Íslands.
Benedikt Bogason, dómari við Hæstarétt Íslands.

Fram kemur í fréttatilkynningu að í bókinni saki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem myndað hafi meirihluta Hæstaréttar í máli 279/2011, mál ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra, um dómsmorð.

Benedikt krefst þess að fimm ummæli í bókinni verði dæmd dauð og ómerk. Fram kemur í tilkynningunni að stefna í málinu hafi verið birt. Málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjaness miðvikudaginn 15. nóvember.

Frétt mbl.is: Reynir á stoðirnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert