Lokað fyrir gönguleið að Gullfossi

Skiltinu var komið upp síðasta vetur og hefur reynst vel. …
Skiltinu var komið upp síðasta vetur og hefur reynst vel. Einhverjir virða þó ekki lokunina og klifra yfir skiltið til að komast nær fossinum. Ljósmynd/Per Ekström

Lokað hefur verið fyrir gönguleið um neðri stíg niður að Gullfossi vegna frosts og hálku. Aðrir göngustígar á svæðinu eru opnir. „Þetta er fyrst og fremst öryggisatriði, það verður svo hált þarna niður frá og þetta verður ófært öllum nema fuglinum fljúgandi,“ segir Sigurður Kjartansson, landvörður á staðnum.

Í frétt á vef Umhverfisstofnunar, sem stendur að lokuninni, segir að veturinn sé kominn í uppsveitum og vill stofnunin beina þeim tilmælum til ferðamanna að þeir fari varlega og noti mannbrodda.

Hliðinu var komið upp síðasta vetur, en áður hafði keðja verið notuð til að afmarka lokunina. Fleiri virðast virða lokunina nú. „Það hafa einhverjir hoppað yfir hliðið í gærmorgun, þá voru fótspor, en ég held að flestir skynsamir sjái nú vitið í þessu,“ segir Sigurður.

Opnað verður aftur um leið og tíðarfar batnar og munu landverðir á svæðinu sjá um að meta hvenær loka þurfi neðri stígnum. Það má þó búast við því að stígurinn verði lokaður stóran hluta vetrar. „Ef að það kemur langur hlýindakafli þá munum við auðvitað opna aftur, það verður bara metið, við lítum á þetta á hverjum degi,“ segir Sigurður. 

Göngustígur sem liggur niður að síðasta spölinum að Gullfossi hefur …
Göngustígur sem liggur niður að síðasta spölinum að Gullfossi hefur verið lokað af Umhverfisstofnun vegna frosts og hálku. mbl.i/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka