Hleypt var umferð á nýjan leik á Geirsgötu í Reykjavík og um ný gatnamót hennar við Lækjargötu og Kalkofnsveg. Geirsgata er nú komin í sína framtíðarlegu ofan á bílakjallara sem byggður hefur verið á uppbyggingarsvæðinu í Austurhöfn.
„Frágangur gangstétta við ný hús á svæðinu er fyrirhugaður á næsta ári og er það í takt við uppbyggingu á svæðinu. Þá er jafnframt opnað á ný fyrir umferð um Lækjargötu frá Hverfisgötu og yfir á Kalkofnsveg að Hörpu og út á Sæbraut. Samtengingu umferðarljósa um Lækjargötu lauk í síðustu viku og eru umferðarljósin um Lækjargötu, Geirsgötu og Kalkofnsveg samstillt,“ segir ennfremur í fréttatilkynningu.
Þá segir að tímabundið sé vinstri beygja frá Lækjargötu á nýju gatnamótunum bönnuð. Umferð úr Lækjargötu til Vesturs verði um Tryggvagötu sem verði enn um sinn einstefna frá Lækjargötu. Umferðarflæði um miðborgina batni verulega við þennan verkáfanga.
„Minnt er á að framkvæmdir á uppbyggingarreitunum standa enn yfir og því eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og ökumenn að virða hámarkshraða. Um Kalkofnsveg er tímabundið ein akrein í hvora átt.“