Tveimur vinsælum tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur hefur nýlega verið lokað.
Rósenberg við Klapparstíg verður breytt í írskan pöbb og rekstur Græna herbergisins við Lækjargötu stóð ekki undir sér.
Nýráðinn verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, María Rut Reynisdóttir, telur að til greina komi að borgin styðji við rekstur tónleikastaða og hyggst kanna grundvöll þess, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.