Innflytjendur aldrei fleiri

Aðkallandi er orðið að taka aðflutning innflytjenda til greina við …
Aðkallandi er orðið að taka aðflutning innflytjenda til greina við hönnun skipulags. Ætla megi að hann auki eftirspurn eftir ódýrari íbúðum og leiguhúsnæði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta voru rúmlega 6.600 á fyrstu níu mánuðum ársins. Þá komu hingað um 4.600 erlendir ríkisborgarar sem útsendir starfsmenn, eða sem vinnuafl hjá starfsmannaleigum, fyrstu tíu mánuði ársins.

Báðar tölurnar eru metfjöldi og er nú útlit fyrir að fleiri erlendir ríkisborgarar leiti hingað í núverandi uppsveiflu, 2015-2017, en gerðu samanlagt þensluárin 2005-2007.

Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), segir áformað að greina áhrif aðflutnings erlendra ríkisborgara á menntakerfið. M.a. þurfi að skoða aldursdreifingu hópsins sem hingað kemur.

Kallar á nýtt borgarskipulag

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH, segir orðið aðkallandi að taka þennan aðflutning til greina við hönnun skipulags. Ætla megi að aðflutningurinn auki eftirspurn eftir ódýrari íbúðum og leiguhúsnæði. Þá kunni eftirspurn eftir almenningssamgöngum að aukast vegna þessa fjölmenna nýja hóps.

„Það þarf að greina áhrifin á húsnæðismarkaðinn og hvernig húsnæði þarf að byggja. Þetta er hluti af því að fullorðnast sem borgarsamfélag. Líkanið hefur verið einfalt. Horft hefur verið á stærð árganga. Myndin er orðin miklu flóknari,“ segir hann.

Ólafur Már Sigurðsson, sérfræðingur hjá Hagstofunni, segir unnið að greiningu á hreyfanlegu vinnuafli.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert