Aðstoðuðu fólk í Vatnsskarði

Af vettvangi á Krýsuvíkurvegi í gærkvöldi.
Af vettvangi á Krýsuvíkurvegi í gærkvöldi. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitarfólk af höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi að loknum aðgerðum við Kleifarvatn og á ellefta tímanum í gærkvöldi fór það í Vatnsskarð þar sem fólk sat fast í bílum sínum.

Vatnsskarð er rúmum kílómetra norðan við staðinn þar sem rútan valt á Krýsuvíkurvegi við Kleifarvatn og var mjög hvasst þar og hálka á veginum. Um tíu bílar sátu þar fastir. Björgunarsveitarfólk sótti fólkið og um miðnætti var það allt komið um borð í bíla björgunarsveita á leið til Reykjavíkur.

Loka þurfti um tíma Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum í gærkvöldi en afar vont veður var á þessum slóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert