Sigurför Nonna stendur enn

Nonnahús á Akureyri er fjölsótt. Fyrir helgi kom þessi hópur …
Nonnahús á Akureyri er fjölsótt. Fyrir helgi kom þessi hópur frá Þýskalandi, en þar eru Nonnabækurnar enn lesnar. Ljósmynd/Hörður Geirsson

„Vin­sæld­ir Nonna hald­ast enn og sú upp­hefð kem­ur ekki síst að utan. Hingað í Nonna­hús koma á ári hverju um það bil 5.000 gest­ir frá út­lönd­um, einkum Þýskalandi, gagn­gert til þess að kynna sér sögu­svið bóka Nonna sem selst hafa í millj­ón­um ein­taka,“ seg­ir Har­ald­ur Þór Eg­ils­son, for­stöðumaður Minja­safns­ins á Ak­ur­eyri.

Næst­kom­andi fimmu­dag, 16. nóv­em­ber, verður þess minnst að 160 ár eru liðin frá fæðingu rit­höf­und­ar­ins Jóns Sveins­son­ar, Nonna. Í Nonna­húsi í Inn­bæn­um á Ak­ur­eyri verður sér­stök dag­skrá af því til­efni og þar eru heima­tök­in hæg enda er Nonna­hús, æsku­heim­ili Nonna, í garði Minja­safns­ins. Sömu­leiðis verður tíma­mót­anna minnst í Köln í Þýskalandi, en þar í borg dvald­ist Nonni til dán­ar­dæg­urs haustið 1944, eft­ir að hafa farið um lönd og álf­ur og borið hróður heima­lands síns með bók­um sín­um, en sú fyrsta kom út árið 1913, en alls urðu þær þrett­án.

„Nonni hélt utan árið 1870, aðeins tólf ára gam­all og til sanns veg­ar má færa að sú veg­ferð standi enn. Sam­felld sig­ur­för.

Bæk­ur Nonna njóta enn vin­sælda og eru lesn­ar af nýj­um kyn­slóðum til dæm­is í Norður-Evr­ópu, enda hef­ur þýska for­lagið sem á höf­und­ar­rétt­inn end­urút­gefið bæk­urn­ar reglu­lega og haldið nafn­inu þannig á lofti,“ seg­ir Har­ald­ur.

End­urút­gáfa bók­anna er brýn

Bækur Nonna hafa verið þýddar á um 40 tungumál.
Bæk­ur Nonna hafa verið þýdd­ar á um 40 tungu­mál. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son


„Hjá þýsku ferðaskrif­stof­unni Studi­ous er heim­sókn í Nonna­hús fast­ur liður í Íslands­ferðum og núna rétt fyr­ir helg­ina kom til dæm­is einn hóp­ur á þeirra veg­um til okk­ar,“ seg­ir Har­ald­ur. „Marg­ir Þjóðverj­ar – og raun­ar fleiri – hafa sagt okk­ur að Nonna­bæk­urn­ar hafi orkað mjög sterkt á sig í æsku og þá hafi þeir ein­sett sér að koma til Íslands. Þá lifa sög­ur alltaf meðal Jap­ana, en þangað fór hann til fyr­ir­lestra og bæk­ur hans eru enn gefn­ar út þar í landi.“

Árið 2012 kom út ævi­saga Nonna sem Gunn­ar F. Guðmunds­son skráði og seg­ir Har­ald­ur Þór að áhugi Íslend­inga á höf­und­in­um hafi auk­ist eft­ir það. Nú sé reynd­ar orðið brýnt að end­urút­gefa bæk­urn­ar, sem Nonna­hús á ís­lenska út­gáfu­rétt­inn að. Síðast voru þær gefn­ar út fyr­ir um ára­tug í end­ur­sögn – og svo eru til enn eldri út­gáf­ur sem Frey­steinn Gunn­ars­son þýddi úr þýsku.

Sveipaði Ísland æv­in­týraljóma

Jón Sveins­son fædd­ist á Möðru­völl­um í Hörgár­dal hinn 16. nóv­em­ber 1857, en flutt­ist á átt­unda ári með sínu fólki til Ak­ur­eyr­ar þar sem fjöl­skyld­an sett­ist að. Að föður Nonna látn­um varð móðir hans að leysa fjöl­skyld­una upp og þekkt­ist boð fransks aðals­manns sem vildi kosta nám tveggja ís­lenskra drengja til náms. Því varð úr að í ág­úst hélt Nonni hand­an um höf hvar hann dvald­ist upp frá því, mest í Frakklandi, Belg­íu og Hollandi. Í há­skól­um las hann bók­mennt­ir og guðfræði, en árið 1878 gekk Nonni í jesúíta­regl­una og vígðist til prests. Hann skóp sér nafn með bók­um sín­um – þar sem hann sveipaði Ísland æv­in­týraljóma. Bæk­urn­ar hafa verið þýdd­ar á um 40 tungu­mál og gefn­ar út í millj­ón­um ein­taka. Sjón­varpsþætt­irn­ir Nonni og Manni sem gerðir voru um 1990 byggj­ast á efni þeirra.

Haraldur Þór Egilsson.
Har­ald­ur Þór Eg­ils­son. Ljósm/​Hörður Geirs­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert