Þrjár ástæður til að hefja viðræður

Kolbeinn Óttarsson Proppé og Bjarni Benediktsson á Alþingi fyrr í …
Kolbeinn Óttarsson Proppé og Bjarni Benediktsson á Alþingi fyrr í haust. mbl.is/Eggert

„Maður veit ekki hvort það næst ásætt­an­leg niðurstaða fyrr en það kem­ur niðurstaða,“ seg­ir Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs. Hann er þeirr­ar skoðunar að VG eigi að láta reyna á mynd­un rík­is­stjórn­ar með Sjálf­stæðis­flokkn­um og Fram­sókn­ar­flokkn­um. Um það munu vera skipt­ar skoðanir inn­an þing­flokks­ins.

Kol­beinn seg­ir að þrennt komi til sem móti af­stöðu hans til máls­ins. Í fyrsta lagi hafi flokk­ur­inn samþykkt stjórn­mála­álykt­un lands­fund­ar sem kveðið hafi á um að flokk­ur­inn vildi leiða rík­is­stjórn. Í öðru lagi hafi því margsinn­is verið lýst yfir að mál­efn­in ættu að ráða för við mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Þriðja ástæðan fyr­ir af­stöðu Kol­beins er að flokk­ur­inn hafi sagt með mjög skýr­um hætti fyr­ir kosn­ing­ar að flokk­ur­inn myndi ekki úti­loka neinn fyr­ir­fram.

Hann seg­ir að ekk­ert hafi komið fram sem gangi í ber­högg við þess­ar ástæður. „Fyr­ir kosn­ing­ar sögðum við að við úti­lokuðum ekki neinn. Það væri óheiðarlegt að koma eft­ir kosn­ing­ar og úti­loka Sjálf­stæðis­flokk­inn,“ seg­ir Kol­beinn í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ist fylgja for­manni flokks­ins, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, að mál­um, en hún hafi talað fyr­ir því að láta reyna á rík­is­stjórn þess­ara þriggja flokka með form­leg­um hætti. „Mér finnst ein­boðið að fara í þess­ar form­legu viðræður, eins og formaður­inn hef­ur talað fyr­ir, til að sjá hvort það kem­ur ásætt­an­leg niðurstaða. Það er erfitt að taka af­stöðu til ein­hvers sem þú veist ekki hvað er.“

Spurður hvort þing­mönn­um VG sé stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins ekki ljós seg­ir Kol­beinn að svo sé vissu­lega. Hann bend­ir hins veg­ar á að stefn­ur flokk­anna hafi fengið mis­mikið fylgi og þing­menn geri sér grein fyr­ir að all­ir þurfi að gefa eft­ir til að hægt sé að mynda rík­is­stjórn. Taka verði af­stöðu til niður­stöðu slíkra viðræðna þegar þar að komi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert