Skipta með sér verkum eftir hádegi

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætir til fundarins í morgun.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætir til fundarins í morgun. mbl.is/Eggert

„Við nálgumst þetta út frá málefnum og það er alltaf sterk staða að vera í,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hún mætti til fundar í húsakynnum Alþingis um klukkan hálftíu í morgun.

Katrín sagði, aðspurð um þá stöðu sem upp er komin vegna tveggja þingmanna flokksins sem ekki styðja viðræðurnar, að staðan væri góð. „Enda höfðum við sagt fyrir kosningar að við útilokuðum engan frá samstarfi svo fremi sem þau mikilvægu málefni sem við settum á oddinn; uppbygging velferðasamfélagsins, grunnstoða samfélagsins, væru stóra verkefni nýrrar ríkisstjórnar ásamt umhverfismálum, jafnréttismálum og auðvitað stöðu á vinnumarkaði.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er bjartsýnn.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er bjartsýnn. mbl.is/Eggert

Hún sagði að engin vilyrði lægju fyrir um að Vinstri grænir fengju sínum stærstu málum framgengt í viðræðunum, enda væru flokkarnir fyrst að hittast með formlegum hætti nú. „Við munum fara yfir rammann að því hvað við erum að fara að tala um og svo skiptum við með okkur verkefnum eftir hádegi,“ sagði hún um áform dagsins. Hún sagðist ekki vita hvað fundurinn yrði langur.

Með Katrínu í för voru Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður og Bergþóra Benediktsdóttir, starfsmaður þingflokks VG.

Sigurður Ingi sagði við blaðamenn að flokkarnir hefðu ekki sett sér neinn sérstakan tímaramma til viðræðnanna. „Við byrjum í dag og sjáum hvernig okkur gengur næstu daga,“ sagði hann. Hann sagðist vera bjartsýnn á viðræðurnar í ljósi óformlegra fundahalda síðustu daga. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður og Ágúst Bjarni Garðarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins, mættu með Sigurði til fundarins í dag.

Með Bjarna til fundarins mætti í það minnsta aðstoðarmaður hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti fyrstur.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti fyrstur. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert