Nefndin „stungin í bakið af biskupi“

Heitt hefur verið í kolum á Kirkjuþingi.
Heitt hefur verið í kolum á Kirkjuþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til harkalegra orðaskipta kom á kirkjuþingi eftir að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hafði látið dreifa minnisblaði til þingfulltrúa þar sem hún lýsir eindreginni andstöðu við að tillaga löggjafarnefndar að nýjum þjóðkirkjulögum verði samþykkt á þinginu.

Jónína Bjartmarz kirkjuþingsfulltrúi lýsti í umræðum á mánudag furðu á orðum biskups. Með þessum orðum væri löggjafarnefndin eiginlega „stungin í bakið af biskupi“. Með orðum hennar um að vinna gegn tillögunni, þótt hún yrði samþykkt á kirkjuþingi, væri verið „að senda lýðræðinu puttann“.

Séra Geir Waage gagnrýndi biskup fyrir að virða ekki sjálfstæði þjóðkirkjunnar. Í andsvari sakaði Agnes löggjafarnefndina um að hafa meðvitað haldið biskupsembættinu frá vinnu sinni að málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert