Drífa Snædal segir sig úr VG

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður VG.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður VG. Ljósmynd/Aðsend

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur sagt sig úr flokknum, samkvæmt heimildum mbl.is. Drífa vildi ekki gefa neitt upp um stöðuna þegar hún var spurð út í úrsögn úr flokknum.

Drífa hefur verið í VG í 18 ár. Henni hugnast stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ekki vel og er það víst ástæðan fyrir úrsögn úr flokknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert