Segjast hafa lausn á salernisvandanum

Arkís hefur hannað stöðvarnar með vísan í íslenska byggingarhefð.
Arkís hefur hannað stöðvarnar með vísan í íslenska byggingarhefð.

Með uppbyggingu sjálfvirkra þjónustumiðstöðva segjast forsvarsmenn fyrirtækisins Svarið geta mætt þeim salernisvanda sem stjórnvöld hafa skilgreint og tengist stóraukinni ferðaþjónustu um allt land.

Þannig hyggst fyrirtækið byggja upp fjölda miðstöðva með sjálfvirkum salernum sem ferðalangar geta nýtt allan sólarhringinn árið um kring. Samkvæmt áætlunum mun enginn kostnaður falla á ríki eða sveitarfélög vegna uppbyggingarinnar. Þannig munu þjónustugjöld, sem notendur greiða, rísa undir rekstrarkostnaði.

Fyrirtækið hefur nú þegar tryggt sér lóð undir aðstöðu nærri Seljalandsfossi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert