Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Upptök rafleiðninnar í Múlakvísl má líklega rekja til jarðhitavatns undir …
Upptök rafleiðninnar í Múlakvísl má líklega rekja til jarðhitavatns undir Mýrdalsjökli. Ljósmynd/Reynir Ragnarsson

Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm.

Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögregluvarðstjóri í Vestur-Skaftafellssýslu, hefur eftirlit með mælingum á rafleiðni í ánni. „Ég hef ekki séð svona háa leiðni í henni áður,“ segir Reynir í samtali við mbl.is.

Hann flýgur auk þess reglulega yfir Mýrdalsjökul og í dag greindi hann tvo sigkatla, en segir að ekki sé von á neinum stórtíðindum, þó svo að rafleiðnin sé há.

Sigkatlar hafa myndast á Mýrdalsjökli.
Sigkatlar hafa myndast á Mýrdalsjökli. Ljósmynd/Reynir Ragnarsson

Að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, segja sigkatlarnir lítið um rafleiðnina. Upptökin koma hins vegar frá jöklinum. „Þetta er þekkt jarðhitasvæði og það bendir ekki til annars en að upptökin séu frá jöklinum.“

Lík­legt er að hærri gildi mæl­ist nær ánni en þau geta valdið óþæg­ind­um. Fólki er því ráðlagt að vera ekki í ná­grenni við ána að óþörfu og var­ast lægðir í lands­lagi.

Frétt mbl.is: Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert