Telja himin og jörð ekki að farast

Hér má sjá sigketilinn.
Hér má sjá sigketilinn. Mynd/Ágúst J. Magnússon

Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós við mælingarnar að ketilinn er um 15 til 20 metra djúpur.

Þegar blaðamaður mbl.is náði tali af honum var hann á leið á fund um stöðuna á jöklinum, en frekari upplýsingar verða gefnar út í kvöld. „Þetta er í stíl við það sem hefur verið og við teljum ekki að himinn og jörð séu að farast,“ sagði Magnús rétt áður en hann rauk á fundinn.

Öræfa­jök­ull er nú merkt­ur með gulu á viðvör­un­ar­korti sem gefið er út af Veður­stof­unni og sýn­ir nú­ver­andi ástand eld­stöðva­kerfa á land­inu. Gul­ur lit­ur merk­ir að eld­stöðin sýn­ir merki um virkni um­fram venju­legt ástand. 

Þá lýsti ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi almannavarna í gærkvöldi. Var það gert vegna vísbendinga um aukna virkni í Öræfajökli.

Virkni við jökulinn hef­ur verið að aukast síðasta árið en síðustu tæp­ar tvær vik­ur hef­ur skjálfta­virkn­in dottið niður. Til­kynn­ing um brenni­steinslykt hef­ur ger­ir það hins veg­ar að verk­um að tal­in er ástæða til að fylgj­ast vel með jökl­in­um. Þá sýndu nýjar gervitunglamyndir nýjan sigketil sem myndast hefur í öskjunni síðastliðna viku.

„Það er eng­inn gosórói en eld­stöðin sýn­ir merki um virkni sem er um­fram eðli­legt ástand,“ sagði Bryn­dís Ýr Gísla­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is fyrir hádegi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert