Sjálfstæðismenn þrái að „spritta sig“ með VG

Helga Vala Helgadóttir skaut föstum skotum á aðra flokka í …
Helga Vala Helgadóttir skaut föstum skotum á aðra flokka í Silfrinu í morgun. mbl.is/Eggert

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, skaut föst­um skot­um á aðra flokka í þætt­in­um Silfr­inu á RÚV í morg­un. „Auðvitað þrá sjálf­stæðis­menn að spritta sig með VG, reyna að þvo af sér allt jakkið und­an­far­in ár með hinum hreina og heil­aga flokki VG.“

Helga Vala sagði það einnig mik­il­vægt fyr­ir þjóðina að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi frí til að kjarna sig í ljósi sögu­lega lágs fylg­is flokks­ins.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem einnig var gest­ur í þætt­in­um, gaf lítið fyr­ir mynd­lík­ingu Helgu Völu og sagði að ekki þyrfti að spritta hana né fé­laga henn­ar í flokkn­um. Auk þess velti hún fyr­ir sér hvers vegna sá flokk­ur sem hefði fyrsta þing­mann í öll­um kjör­dæm­um lands­ins þyrfti að fara í frí. „Sam­fylk­ing­in get­ur talið sig vera hér að tala fyr­ir hönd þjóðar­inn­ar en það er ein­fald­lega þannig að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er samt áfram stærsti flokk­ur­inn í land­inu.“

Ólarn­ar hert­ar á þing­mönn­um VG

Helga Vala hafði auk þess orð á því að mjög illa hefði gengið að fá þing­menn VG til að ganga í takt í síðustu rík­is­stjórn sem þeir voru í, þegar hún var spurð hvernig hún héldi að VG myndi reiða af í fyr­ir­huguðu stjórn­ar­sam­starfi VG, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar. „Þar hlupu sex þing­menn VG út á mjög erfiðum tím­um. Það var gríðarlega mikið verk­efni sem Jó­hanna  og Stein­grím­ur voru í og þá voru það sex þing­menn úr þing­flokki VG sem hlupu í burtu þegar á reyndi. Ég vona að það sé búið að herða ól­arn­ar á mann­skapn­um.“

Auk Helgu Völu og Þór­dís­ar Kol­brún­ar voru í þætt­in­um Ari Trausti Guðmunds­son, þingmaður VG, Hanna Katrín Friðriks­son, þingmaður Viðreisn­ar, Lilja Al­freðsdótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, og Ólaf­ur Ísleifs­son, þingmaður Flokks fólks­ins.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir svaraði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þættinum.
Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir svaraði fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í þætt­in­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert