Skýrslan um neyðarlánið líklegast tilbúin í janúar

FIH-bankinn var veðandlag lánveitingarinnar til Kaupþings. Var virði hans talið …
FIH-bankinn var veðandlag lánveitingarinnar til Kaupþings. Var virði hans talið nema margfaldri upphæð þrautavaralánsins. Ljósmynd/Adam Mørk

Skýrsla sem Seðlabanki Íslands hefur um nokkurra ára skeið verið með í vinnslu og lýtur að veitingu þrautavaraláns til Kaupþings í október 2008 mun að öllum líkindum líta dagsins ljós í janúar næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá bankanum.

Þó segir í svari bankans við fyrirspurn Morgunblaðsins að það kunni „hugsanlega“ að gerast fyrr, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag.

Lánið sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi hinn 6. október nam 500 milljónum evra og fólst í veitingu þess tilraun til að fleyta bankanum áfram þegar lokaðist fyrir allt aðgengi íslenska bankakerfisins að lánsfé á mörkuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka