Framkvæmdir stangist á við lög

Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. 

Þeir Helgi Þorláksson prófessor í sagnfræði og  Þórir Stephensen fyrrverandi prestur í Dómkirkjunni eru í félagsskapnum sem hefur verndun svæðisins á sinni stefnuskrá. „Sú fullyrðing að Víkurgarður hafi aðeins verið svokallaður Fógetagarður og ekkert annað. Við segjum að þetta sé ekki rétt en gamli kirkjugarður Víkurkirkju náði mun lengra í austur en Fógetagarður gerir,“ segir Helgi.

Þeir halda því fram að gamli kirkjugarðurinn hafi náð í kringum 10 metra lengra í austur en nú er gert ráð fyrir. „Við ætlumst til þess að borgaryfirvöld viðurkenni þetta.“ Fari framkvæmdir af stað og byggt verður þar sem húsið er núna segja þeir að skapist grundvöllur fyrir kirkjuna að fara með málið fyrir dóm.

mbl.is hitti þá Helga og Þóri við Víkurgarð í dag þar sem þeir útskýrðu málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert