Fái að skrá lögheimili sitt í frístundabyggð

Frá Melrakkasléttu.
Frá Melrakkasléttu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði.

Einnig er til skoðunar að færa sveitarfélögum meira vald til að ákveða hvort aðstaða í atvinnuhúsnæði verði skráð sem íbúðarhúsnæði að ákveðnum kröfum uppfylltum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fram kom á ráðstefnu um ólöglega búsetu í atvinnuhúsnæði sl. föstudag að vel á annað þúsund manns eru í dag ekki með fast lögheimili eða tilgreint heimilisfang og eru skráðir „óstaðsettir í hús“ hjá Þjóðskrá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert