Reiðubúnir að rýma gerist þess þörf

Frá Öræfajökli um helgina.
Frá Öræfajökli um helgina. mbl.is/RAX

Neyðarrým­ingaráætl­un vegna Öræfa­jök­uls­svæðis­ins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er til­bú­in en eft­ir er að kynna það fyr­ir viðbragðsaðilum. Þetta staðfest­ir Rögn­vald­ur Ólafs­son, verk­efna­stjóri hjá al­manna­vörn­um, í sam­tali við mbl.is.

Rögn­vald­ur seg­ir áætl­un­ina liggja fyr­ir og hægt sé þannig að beita henni ef aðstæður breyt­ast með þeim hætti að tal­in verði þörf á að gera það. Raun­ar hefði að hans sögn verið hægt að beita henni í gær ef út í það hefði farið og þurft að grípa til rým­ing­ar.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um hef­ur verið unnið að áætl­un­inni und­an­farna daga og meðal ann­ars hoft til annarra áætl­ana sem gerðar hafa verið í tengsl­um við nátt­úru­ham­far­ir sem átt hafa sér stað og reynslu í tengsl­um við gerð og beit­ingu þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert