Einfalt að leiðrétta þessi mistök

Chuong Le Bui.
Chuong Le Bui. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að engin undanþáguákvæði séu fyrir hendi, sem hægt er að beita, til þess að víetnamska stúlkan, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, geti dvalið hér þar til lögum hefur verið breytt.

„Við erum tilbúin með frumvarp í ráðuneytinu sem leiðréttir mistökin sem voru gerð við lagasetninguna 2016, en þau lög tóku ekki gildi fyrr en 1. janúar 2017. Ég á ekki von á öðru en þessi lagabreyting renni í gegnum þingið um leið og það kemur saman, hvort svo sem það verður ég eða einhver annar sem leggur það fram. Frumvarpið verður alla vega tilbúið í ráðuneytinu þegar þing kemur saman. Þetta er bara sjálfsagt réttlætismál,“ segir Sigríður í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert