Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.
Dagpeningagreiðslur úr sjúkrasjóði VR hafa aukist umtalsvert á árinu og eru geðraskanir og stoðkerfisvandamál stærslu sjúkdómaflokkarnir.
Greiðslur sjúkradagpeninga úr styrktarsjóði BSRB eru 30% hærri á fyrstu 10 mánuðum ársins en allt árið í fyrra og hjá Einingu-Iðju er 15-20% aukning milli ára, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.